Fara í efni

Háskólinn á Akureyri stóreykur framboð námskeiða á meistarastigi

Háskólinn á Akureyri stóreykur framboð námskeiða á meistarastigi

Háskólinn á Akureyri hefur stóraukið framboð á námskeiðum á meistarastigi við Auðlinda- og Viðskiptadeild og býður upp á 13 ný námskeið fyrir skólaárið 2021-2022. Þetta kemur fram á heimasíðu Háskólans á Akureyri. Að auki verður boðið upp á fimm eldri námskeið við deildina á meistarastigi.  Flest námskeiðin eru kennd á ensku og verða líkt og annað námsframboð HA kennd í sveigjanlegu námsfyrirkomulagi.

Hægt er að sækja um meistaranám í auðlindafræði, stjórnun sjávarauðlinda eða viðskiptafræði. Að auki stendur til boða að sækja um MARIBO, sem er samnorrænt meistaranám í framleiðslu og nýtingu á lífrænum sjávarafurðum og er boðið upp á sameiginlega af þremur norrænum háskólum auk HA: Háskólanum á Hólum, Háskólanum í Gautaborg og Nord-háskólanum í Bodö, Noregi.

Umsóknafrestur í meistaranám við Auðlinda- og Viðskiptadeild er til og með 5. júní næstkomandi. Hægt er að sækja um hér . 

Auk þessa, hefur verið opnað fyrir umsóknir í heimskautarétt, en um er að ræða einstakt nám á meistarastigi á heimsvísu.  Aðeins er tekið inn annað hvert ár og er umsóknarfrestur til 1.apríl næstkomandi.  Hér er hægt að sækja um.

 

Nánari upplýsingar:

Stóraukið framboð á námskeiðum á meistarastigi við Auðlinda- og Viðskiptadeild | Háskólinn á Akureyri (unak.is)

Heimskautaréttur | Háskólinn á Akureyri (unak.is)

Getum við bætt síðuna?