Fara í efni

Hamfarahlýnun í hádegismat?

Hamfarahlýnun í hádegismat?

Starfar þú í mötuneyti hjá sveitarfélagi á starfssvæði SSNE? Hefur þú gaman af því að hugsa út fyrir boxið? Er sveitarfélagið þitt þátttakandi í Grænum skrefum SSNE? Langar þig að bæta við þig þekkingu um kolefnisspor matvæla og sjálfbærni í mötuneytum? Þá er námskeiðið Hamfarahlýnun í hádegismatinn fyrir þig!

Námskeiði er hluti af Loftum verkefninu, sem er unnið af Þekkingarneti Þingeyinga og Símey með stuðningi úr Sóknaráætlun SSNE. Markmið Loftum er að auka þekkingu um loftslags- og umhverfismál meðal starfsfólks sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa og talar einstaklega vel við Græn skref SSNE.

Á námskeiðinu, sem haldið er af matreiðslumeistaranum Dóru Svavarsdóttur, verður unnið sérstaklega með þemað matarsóun. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér hráefni sem hefur dagað uppi í skápum  og á í hættu að enda í lífrænu tunnunni. Námskeiðið er verklegt og haldið í tvígang; bæði á Húsvaík þann 11. mars og á  Akureyri þann 12. mars.

Skráningarhlekk á námskeiðið á Húsvík má finna hér og skráningarhlekk á námskeiðið á Akureyri má finna hér, ásamt öllum frekari upplýsingum. Námskeiðið er starfsfólki sveitarfélaga á svæði SSNE að kostnaðarlausu, en stuðningur Sóknaráætlunar gerir það kleift.

Getum við bætt síðuna?