Fara í efni

Grænir styrkir - Tækifæri, samstarf og stuðningur vegna verkefna á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála

Grænir styrkir - Tækifæri, samstarf og stuðningur vegna verkefna á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála

Grænir Styrkir viðburðurinn verður haldinn 23. mars næstkomandi á Grand hóteli (einnig í streymi fyrir þá sem eiga ekki eiga þess kost að koma á staðinn). Þar verða þeir styrkir sem íslenskum fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum stendur til boða til að efla græna vegferð kynntir áhugasömum.

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mun setja viðburðinn og verður þar í góðum félagsskap Orkumálastjóra og fleiri skemmtilegra aðila.

Viðburðurinn hentar þeim sem vilja kynna sér alla þá styrki sem eru í boði fyrir loftslagsvæn verkefni. Að kynningum loknum hefst styrkjamót en þar má panta fundi með sérfræðingum úr stuðningsumhverfinu og ræða ákveðna styrki eða mögulegt samstarf í korter í senn.

Grænir styrkir er viðburður á vegum Grænvangs, RANNÍS, Festu, Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Við hvetjum landshlutasamtökin og atvinnuþróunarverkefnin til að deila þessu boði með þeim fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum hagaðilum í ykkar umhverfi sem þið teljið að gætu haft áhuga.

Nánari dagskrá, upplýsingar, skráning og óskir um fundi á vefsíðunni:

Grænir styrkir - Um Græna styrki (b2match.io)

Getum við bætt síðuna?