Fara í efni

Fundur SSNE og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur í landshlutanum

Fundur SSNE og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur í landshlutanum

Fyrir skömmu hittust fulltrúar SSNE og Vegagerðarinnar á fundi og ræddu stöðu, áskoranir og tækifæri varðandi almenningssamgöngur á Norðurlandi eystra. Rætt var um hvernig auka megi notkun Strætó og er þar m.a. horft til atriða eins og tímasetninga og tíðni ferða, verðlags þjónustunnar og leiðakerfis. Mikill vilji er hjá Vegagerðinni að auka nýtingu almenningssamganga og mun SSNE vinna að því með þeim að meta þjónustuþörf í landshlutanum, sérstaklega á austurhluta svæðisins, og hvaða aðgerðir munu helst auka nýtingu þjónustunnar. Það er vilji beggja aðila að hefja slíka vinnu strax að loknum sumarleyfum enda er hér um mjög mikilvæga þjónustu að ræða sem mæta þarf þörfum íbúanna en um leið verður að tryggja ákveðnar rekstrarforsendur.  

Áframhald verður á þessari vinnu og frekari fréttir munu birtast hér og á Facebook síðu SSNE. 

Getum við bætt síðuna?