Fara í efni

Fréttabréf ágústmánaðar er komið út

Fréttabréf ágústmánaðar er komið út

Í þessu 18. eintaki af mánaðarlegu fréttabréfi SSNE er farið um víðan völl, enda af nógu að taka þegar viðburðir og starf innan og utan SSNE er að ræða. Að þessu sinni er fréttabréfið því lengra en vanalega, en meðal frétta í þessu eintaki er til að mynda:

  • Umfjöllun og íbúakönnun um almenningssamgöngur á austursvæði landshlutans 
  • Umfjöllun um samstarfsverkefnið Norðanátt
  • Viðtal við styrkþega úr Uppbyggingarsjóði - Allra veðra von - sirkussýning 
  • Yfirlit yfir opinbera sjóði sem eru að auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir haustið 2021, ásamt upplýsingum um fyrir hverja styrkirnir eru og  hvenær umsóknarfresturinn rennur út
  • Kynning á þeirri fríu ráðgjöf sem SSNE býður vegna styrkumsóknarskrifa og upplýsingar um hvernig sótt er um
  • Heimsókn sendiherra Evrópusambandsins
  • Nýr verkefnastjóri velferðartæknimiðstöðvar
  • Nýr verkefnisstjóri Glæðum Grímsey er í nærmynd og kynnt
  • Óskarstöðin á Raufarhöfn - nýtt hlutverk og endurnýjun á húsnæðinu
  • Opnun nýrrar starfsstöðvar SSNE á Tröllaskaga
  • Nýsköpun í dreifðum byggðum - vinnustofan Tunglskotin heim í hérað í Frystiklefanum á Rifi
  • Starfsdagur SSNE í ágúst
  • Pistill framkvæmdastjóra

Eins og alltaf hvetjum við dygga lesendur til að senda ábendingar og hugmyndir fyrir fréttabréfið okkar sem er í stöðugri framþróun.

FRÉTTABRÉF SSNE - 18.TBL ÁGÚST 2021

 

 

 

Getum við bætt síðuna?