Forvitnir frumkvöðlar: Leiðir að eigin rekstri
Forvitnir frumkvöðlar: Leiðir að eigin rekstri
Síðasti hádegisfyrirlestur Forvitna frumkvöðla var þann 3. júní sl. þar sem Páll Baldursson verkefnastjóri hjá Austurbrú fór yfir stofnun og rekstur fyrirtækja.
Farið var yfir helstu form félaga og fyrirtækja í rekstri og skoðaðir kostir og gallar mismunandi félagaforma. Jafnframt var farið yfir hlutverk stjórna, ábyrgð eiganda og hvaða reglur gilda um hver megi skuldabinda félag. Hádeigserindi Forvitna frumkvöðla hafa verið haldin fyrsta þriðjudag í mánuði í vetur af landshlutasamtökunum, Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðastofu. Forvitnir frumkvöðlar eru komnir í sumarfrí en munu taka upp þráðinn aftur í haust.