Fara í efni

Forsætisráðherra ræðir málefni Grímseyjar

Forsætisráðherra ræðir málefni Grímseyjar

Katrín Jakbobsdóttir forsætisráðherra og Arna Björg Bjarnadóttir verkefnisstjóri Glæðum Grímsey, ásamt Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og fyrrum formanni Grímseyjarnefndar, Rebekku Kristínu Garðarsdóttir verkefnastjóra SSNE og Lísu Kristjánsdóttur aðstoðarmanni forsætisráðherra komu saman á fundi á skrifstofu SSNE á Akureyri til að ræða málefni Grímseyjar.

Fyrr á þessu ári samþykkti ríkisstjórnin að framlengja byggðaverkefnið Glæðum Grímsey til ársloka 2022 og í lok sumars tók nýr verkefnisstjóri til starfa. Á fundinum var staða Grímseyjar rædd í víðu samhengi og farið yfir helstu tækifæri og ógnanir. Samgöngumálin voru þó efst á baugi. Góð umræða átti sér stað um mikilvægi þess að tryggja til lengri tíma góðar og þjónustumiðaðar samgöngur á milli lands og eyjar, enda eru öruggar samgöngur forsendar byggðar og þar með fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar í eyjunni. Fundurinn var í alla staða mjög ánægjulegur og ljóst að samtalið við stjórnvöld um málefni Grímseyjar mun halda áfram á næstu misserum.  Framundan er íbúafundur með íbúum Grímseyjar þar sem farið verður yfir áherslur og forgangsröðun þeirra verkefna sem framundan eru.  

Hægt er að hafa samband við Örnu Björgu, verkefnisstjóra Glæðum Grímsey hér. 

Getum við bætt síðuna?