Fara í efni

Ertu með nýsköpunarhugmynd á fyrstu stigum? Leitin að Norðansprotanum er hafin!

Ertu með nýsköpunarhugmynd á fyrstu stigum? Leitin að Norðansprotanum er hafin!

Hefur þú fengið góða hugmynd sem þú skilur ekki af hverju enginn er að framkvæma? Hvernig væri að prófa að framkvæma lausnina sjálf/ur?

Norðanátt leitar að áhugaverðum nýsköpunarhugmyndum á sviði matar, vatns og orku til að taka þátt í nýsköpunarkeppninni Norðansprotanum dagana 16.- 20. maí. Umsækjendur geta verið einir eða verið hluti af teymi sem langar til þess að leggja sitt af mörkum til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Skráningin er opin fyrir alla.

Þú skráir þig til leiks með því að fylla út skráningarform hér fyrir miðnætti mánudaginn 16. maí. Það kostar ekkert að skrá sig.

Í kjölfarið færð þú tölvupóst með nánari upplýsingum m.a. upplýsingar um gerð og skil á einblöðungi sem lýsir hugmyndinni nánar. Skilafrestur á einblöðungi er til miðnættis, þriðjudginn 17. maí.

Í framhaldinu fá 5-8 umsækjendur tækifæri til að kynna hugmyndina fyrir dómnefnd og gestum á lokaviðburðinum sem fer fram föstudaginn 20. maí kl 16:00-18:00 í Háskólanum á Akureyri.

Sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Norðansprotinn 2022 og 500.000 kr í verðlaunafé. Það er því eftir miklu að sækjast og við hvetjum áhugasama til að skrá sig til leiks.  

DAGSKRÁ

Nýsköpunarvikan 16. - 20. maí
Mánudagur - Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
Þriðjudagur - Skil á einblöðungum
Miðvikudagur - Tilkynnt um 5-8 teymi sem fá tækifæri til að kynna á lokaviðburðinum
Fimmtudagur 11:30-12:30 - Pitch þjálfun á netinu
Föstudagur 11:30-12:30 - General prufa
Föstudagur 16:00-18:00 - Lokaviðburður, kynningar og verðlaunaafhending

Nánari upplýsingar gefur annalind@ssne.is og Facebook síða Norðansprotans.

Getum við bætt síðuna?