Fara í efni

Kynningarfundur Norðanáttar um Vaxtarrými

Kynningarfundur Norðanáttar um Vaxtarrými

Norðanátt stendur fyrir kynningarfundi þann 13. september næstkomandi um Vaxtarrými fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpun innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi. 

Hvenær?  Kynningarfundur Norðanáttar er mánudaginn 13. september kl. 11:30. Farið verður yfir viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem fer fram 4. október til 26. nóvember.


Hvar?
 Fundurinn fer fram á Zoom en verður einnig streymt á Facebook.
Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/82365372974

Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Vaxtarrými er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðla en þó sérhannað með þarfir þátttakanda í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða. Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja á Norðurlandi, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Hraðallinn fer fram að mestu leyti á netinu en jafnframt hittast teymin fjórum sinnum á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi.

Skráning fer fram á www.nordanatt.is. Umsóknarfrestur er til 20. september.

 

 

Getum við bætt síðuna?