Fara í efni

Opnun starfsstöðvar á Tröllaskaga og viðvera starfsmanna

Mynd tekin við opnun starfsstöðvar.
Mynd tekin við opnun starfsstöðvar.

Opnun starfsstöðvar á Tröllaskaga og viðvera starfsmanna

SSNE opnaði nýlega í fyrsta sinn starfsstöð á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Starfsstöðin var formlega opnuð 18. ágúst og voru viðstaddir bæjarstjórar og bæjarfulltrúar Dalvíkur- og Fjallabyggðar auk starfsfólks og stjórnarformanns SSNE. Starfsstöðin á Tröllaskaga er samstarfsverkefni SSNE, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggður fagnar samstarfi SSNE og sveitarfélaganna á Tröllaskaga: „Við komum til með að nýta SSNE meira til samráðs og samvinnu og hlökkum til aukins samstarfs og samtals á svæðinu.” SSNE þakkar þeim sem voru viðstaddir kærlega fyrir komuna og skemmtilegar umræður og við hlökkum til samstarfsins framundan. 

Nýráðinn verkefnastjóri er Anna Lind Björnsdóttir.  Anna Lind er við á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 9:00-15:00 og á
föstudögum 9:00-14:00. Anna er einnig með viðveru á Dalvík einu sinni í viku í Ráðhúsinu á þriðjudögum frá kl. 9:00-15:00. Hægt er að hafa samband við Önnu á annalind@ssne.is

Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE verður með viðveru í Ólafsfirði að jafnaði fyrsta mánudag í hverjum mánuði.
Við hvetjum fólk til að bóka viðtal hjá Eyþóri tímanlega á eythor@ssne.is

 

 

 

Getum við bætt síðuna?