Fara í efni

Haustfundur atvinnuráðgjafa í Reykjanesbæ

Haustfundur atvinnuráðgjafa í Reykjanesbæ

Starfsfólk SSNE sótti haustfund atvinnuráðgjafa í Reykjanesbæ s.l. miðvikudag, yfirskrift fundarins var Gervigreind
eða gerfigreind? Fjallað var um miðlun og hagnýtingu gervigreindar í þjónustu atvinnuráðgjafa og byggðaþróunar. Fundurinn var vel sóttur frá öllum landshlutum og Byggðastofnun og nýttist vel til að deila reynslu, efla tengslin og kynna verkefni milli landshluta. SSNE og SSNV kynntu sameiginlegt verkefni allra landshluta Invest in Iceland sem gengur út að hafa sameiginlegan gangnagrunn fyrir fjárfestaverkefni um allt lands og SSS kynnti verkefnið Velkomin til Suðurnesja.

Í lok dags var Byggðasafnið á Garðskaga heimsótt, sérstaða safnsins er einstakt vélasafn en einnig hefur það að geyma ýmsar sjóminjar og safnabúð sem byggð er á Verzlun Þorláks Benediktssonar sem rekin var í Garði í rúm 50 ár.

Getum við bætt síðuna?