Fara í efni

Efling byggðar á Norðausturhorninu

Efling byggðar á Norðausturhorninu

SSNE stendur fyrir málþingi í Þórsveri (Þórshöfn) mánudaginn 3. apríl, í samstarfi við Austurbrú. Málþingið hefst kl. 11:00 og er yfirskrift þess "Efling byggðar á Norðausturhorninu: Orka - Náttúra - Ferðaþjónusta".

Málþingið er stutt af Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu í gegnum aðgerð C.9 í byggðaáætlun. Náttúruvernd til eflingar byggðaþróun.

Meðal þess sem verður rætt er:

  • Norðausturhornið og hringrás ferðamanna um Austur- og Norðurland
  • Orkumál og atvinnuþróun
  • Hagræn tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar

Hádegisverður innfalinn og málþingið er opið öllum án endurgjalds.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig fyrir hádegi föstudaginn 31. mars, með því að senda tölvupóst á gunnar@ssne.is / nanna@ssne.is eða hringja í síma 864-2051


Dagskránni verður jafnframt streymt á Teams á þessari slóð hér.

[Meeting ID: 345 283 354 976 / Passcode: LVEb5E]

Getum við bætt síðuna?