Fara í efni

Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum

Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum

Creative Europe styrkir lista- og menningarverkefni á öllum sviðum.


Fyrir hverja?
Menningarstofnanir hvers konar (bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn, bókasöfn, leikhús, gallerí, byggðasöfn, tónlistarskólar, sviðslistir, listamenn o.fl.). Verkefni geta átt við allar tegundir listgreina og þátttakendur geta verið frá mismunandi sviðum menningar og lista. Aðeins lögaðilar geta sótt um og ekki er um að ræða styrki til einstaklinga.

Til hvers?
Menningarhluti Creative Europe hvetur til evrópsks samstarfs í menningu og listum. Markmiðið er að ná til nýrra áheyranda, nýta nýja tækni, skapa ný viðskiptamódel og sinna menntun og þjálfun á sviðinu. Með því að styrkja evrópsk verkefni til landvinninga er evrópskri menningu haldið á lofti og fjölbreytni evrópskra tungumála gerð sýnileg, sem kallar á meiri dreifingu og félagslega innleiðingu.


Samstarfsverkefni skiptast í eftirfarandi 3 flokka:

  1. Lítil samstarfsverkefni Minnst þrír samstarfsaðilar frá þremur löndum.
    Umsækjendur geta sótt um allt að 200.000 €
  2. Meðalstór samstarfsverkefni Minnst fimm samstarfsaðilar frá jafnmörgum þátttökulöndum.
    Umsækjendur geta sótt um allt 1 milljón €
  3. Stór samstarfsverkefni Tíu samstarfsaðilar frá jafnmörgum þátttökuríkjum.
    Umsækjendur geta sótt um allt að 2 milljónir €

Gildistími verkefna í öllum flokkum er allt að 48 mánuðir.


Umsóknarfrestur er til 5. maí kl. 15:00 að íslenskum tíma (17:00 í Brussel).
Ef áhugi er á evrópsku menningarsamstarfi þá þarf að leita að samstararfsaðilum hið fyrsta og hefja umsóknarferlið. Í umsóknargátt ESB er hægt að sjá alla umsóknarfresti og nálgast umsóknargögn.

Sjá einnig Tíu góð ráð þegar sótt er um í menningarhluta Creative Europe

Getum við bætt síðuna?