Fara í efni

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar fundaði

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar fundaði

Fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fór fram í vikunni þar sem fjölbreyttur hópur þátttakenda kom saman til að ræða framgang og framtíðaráherslur áætlunarinnar. Samráðsvettvangurinn gegnir lykilhlutverki í mótun stefnu fyrir landshlutann og tryggir að raddir íbúa, atvinnulífs, fræðasamfélags og félagasamtaka heyrist í stefnumótunarferlinu.

Á fundinum var farið yfir úthlutun úr uppbyggingarsjóði sem fór fram fyrr í desember og val stjórnar SSNE á áhersluverkefnum ársins. Gestir komu á fundinn og kynntu tvö af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastýra Driftar EA, kynnti verkefnið Kveikjuna og Þorleifur kr. Níelsson, verkefnastjóri Farsældarráðs Norðurlands eystra, kynnti verkefnið Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra. SSNE þakkar þeim kærlega fyrir komuna og kynninguna á þessum áhugaverðu verkefnum.

Næsti fundur ráðsins verður á vormánuðum 2026 og minnum við á að allir geta skráð sig í samráðsvettvanginn og geta þannig tekið þátt í samtalinu um mótun framtíðarverkefna fyrir Norðurland eystra, sjá hér.

Getum við bætt síðuna?