Fara í efni

Beint frá býli dagurinn: Afmælishátíð í Holtseli

Beint frá býli dagurinn: Afmælishátíð í Holtseli

Í tilefni 15 ára afmælis félagsins Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt, sunnudaginn 20. ágúst kl. 13-17.
Á Norðurlandi eystra verður viðburðurinn haldinn í Holtseli í Eyjafirði af Fjólu Kim Björnsdóttur, Örnu Mjöll Guðmundsdóttur og Styrmi Frostasyni. SSNE eru samstarfsaðilar.
 
Gestir munu geta notið þess sem Holtsel hefur upp á að bjóða og kynnst heimavinnsluaðilum á lögbýlum á Norðurlandi eystra - sem eru félagsmenn í Beint frá býli, en þeir verða í Holtseli þennan dag til að kynna og selja vörur sínar og segja frá starfseminni.
Í boði verður afmæliskaka, kaffi og djús.
Ýmsar veitingar verða til sölu.
 
Opið verður inn í fjósið, hundurinn Spori tekur gestum fagnandi og hænurnar láta sig ekki vanta.
Hlökkum til að sjá sem flesta íbúa og aðra gesti og eiga góðan afmælisdag saman!

 

Upplýsingar um viðburðinn má finna hér

Getum við bætt síðuna?