Beint frá býli á Norðurlandi eystra
Skrifað
19.08.2025
Flokkur:
Fréttir
Beint frá býli á Norðurlandi eystra
Beint frá býli dagurinn verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn hringinn í kringum landið þar sem eitt lögbýli í hverjum landshluta opnar býli sitt fyrir gestum. Beint frá býli dagurinn verður haldinn á Völlum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð á Norðurlandi eystra.
Þann dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Velli til að kynna og selja vörur sínar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga skemmtilegan dag saman í sveitinni!
Hér má finna slóð á viðburðarsíðu á facebook.
Fyrsti Beint frá býli dagurinn var fyrst haldinn fyrir tveimur árum og var tilefnið 15 ára afmæli félagsins og tilgangurinn að kynna íbúum starfsemi heimavinnsluaðila á lögbýlum og byggja upp tengsl milli þeirra.
Dalvíkurbyggð styrkir viðburðinn á Völlum og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra eru samstarfsaðilar til að vekja athygli á fjölbreyttri starfsemi í landshlutanum.