Fara í efni

Beint flug skiptir sköpum

Beint flug skiptir sköpum

Samkvæmt könnun Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála meðal farþega sem komu til Akureyrar desember 2024 til apríl 2025 hafði beint flug mikil áhrif á ákvörðun um að ferðast um Norðurland. Þetta kemur fram í frétt frá Markaðsstofu Norðurlands. Þá voru áhugi á norðurslóðum, kalt loftslag, öryggi, íslensk menning og meðmæli frá kunningjum einnig áhrifaþættir. Áhugavert er hversu mikil áhrif flugið hefur langt út fyrir Akureyri en ríflega 10% farþega heimsækja einnig Austurlandið. Aðeins um helmingur þeirra hafði áður komið til Íslands, sem bendir til þess að um nýjan hóp farþega sé að ræða

Sjá frétt Markaðsstofu Norðurlands

Getum við bætt síðuna?