Fara í efni

Baldvin Valdemarsson ráðinn sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar – 17 sóttu um starfið

Baldvin Valdemarsson ráðinn sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar – 17 sóttu um starfið

Baldvin þekkjum við vel en hann hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar síðan 2012 þar sem hann gegnir fjölbreyttum verkefnum, s.s. verkefnum tengdum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, rekstrarráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri auk virkrar þátttöku í vinnu við innviðagreiningu fyrir Norðurland eystra. Þar á undan gengdi hann fjölbreyttum stjórnendastörfum, m.a. sem framkvæmdastjóri Slippsins og við eigin atvinnurekstur. Baldvin hefur því yfirgripsmiklar þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu, reynslu á sviði rekstrar og stjórnunar, af atvinnuþróun og nýsköpun. Auk þess hefur hann langa reynslu af þátttöku í samfélags- og sveitarstjórnarmálum. Baldvin er með Cand.Oecon gráðu frá Háskóla Íslands.

Alls sóttu 17 um starfið en þau eru:

Ása Gunnlaugsdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Baldvin Valdemarsson
Elva Gunnlaugsdóttir
Freyr Ingólfsson
Guðný Sigríður Björnsdóttir
Guðrún Tryggvadóttir
Hallgrímur Viðar Arnarson
Hallgrímur Jónsson
Haraldur Reinhardsson
Ísey Dísa Hávarsdóttir
Lovísa Októvia Eyvindsdóttir
Ólafur Kjartansson
Pétur Snæbjörnsson
Sigrún María Ammendrup
Sveinbjörn Ingi Grímsson
Valdimar Björnsson

SSNE býður Baldvin velkominn til starfa í nýju og krefjandi hlutverki í starfsstöðinni á Húsavík og þakkar öðrum umsækjendum fyrir áhuga þeirra á starfinu og starfsemi samtakanna.

Getum við bætt síðuna?