Fara í efni

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra – ætlar þitt sveitarfélag að vera með?

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra – ætlar þitt sveitarfélag að vera með?

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar er verkefnið Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra, sem hefur það markmið að laða að fjárfestingar í landshlutann og þar með fjölga atvinnuskapandi verkefnum í sem flestum sveitarfélögum á svæðinu.

Hluti verkefnisins er að vinna að mörkun og markaðssetningu landshlutans og útfærsla hugmynda að verkefnum í samstarfi við sveitarfélögin. SSNE heldur utan um verkefnið og er fyrsta skref þess að funda með sveitarstjórnum og kynna verkefnið og verklagið. Tvö sveitarfélög hafa haft samband og eru kynningar á verkefninu hafnar.

Ætlar þitt sveitarfélagð að taka þátt? Endilega hafið samband við verkefnastjóra verkefnsins:
Anna Lind annalind@ssne.is
Díana diana@ssne.is

Getum við bætt síðuna?