Fara í efni

Aukin raforka í Eyjafirði - tálsýn eða tækifæri - fundur á Zoom

Mynd: Skipulagsstofnun
Mynd: Skipulagsstofnun

Aukin raforka í Eyjafirði - tálsýn eða tækifæri - fundur á Zoom

Hádegisfundur SATA í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE verður haldinn á Zoom fimmtudaginn 11. nóvember frá kl. 11:45 - 13:00.

Hvaða tækifæri felast í aukinni raforku í Eyjafirði?
Hverju breytir Hólasandslína 3 fyrir atvinnurekstur og samfélagið við Eyjafjörð?

Erindi:
Þróun afhendingargetu raforku á Norður- og Austurlandi.
Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana í raforkukerfinu hjá Landsneti.

Orkuframboð á Norðurlandi.
Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu hjá Landsvirkjun.

Tækifæri í nýjum orkuháðum atvinnugreinum.
Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun.

 Fundarstjóri er Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE.

Allir áhugasamir velkomnir og hér er linkur á fundinn

 

*Athugið: Upphaflega stóð til að halda fundinn á Hótel KEA en í ljósi þróunar Covid-19 faraldursins hefur verið ákveðið að halda hann í netheimum. Ekki náðist að breyta prentauglýsingu Dagskrárinnar í tæka tíð fyrir prentun, en þar er fundurinn auglýstur á Hótel KEA. Við biðjumst við velvirðingar á þessu og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta á Zoom.

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?