Fara í efni

Aukaúthlutun úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar

Aukaúthlutun úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar

Aukaúthlutun úr Menningarsjóði stendur nú fyrir dyrum og telst hluti af markaðs- og vöruþróunarátaki Akureyrarbæjar fyrir sumarið 2020.

Til úthlutunar eru samtals 5.000.000 kr.

Áhersla er lögð á verkefni sem eru atvinnuskapandi sem og viðburði sem auðga menningarlífið í bænum. Horft verður sérstaklega til frumlegra lausna í viðburðahaldi sem taka mið af síbreytilegu umhverfi sóttvarna á tímum COVID-19.

Við úthlutun er einnig litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2020. Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is.

Almennt er miðað við að verkefnum ljúki á árinu 2020 en í stærri verkefnum er þó möguleiki á að flytja hluta styrks yfir á fyrri hluta árs 2021.

Athygli er vakin á því að styrkir eru framtalsskyldir. Ekki skal sækja um styrki hjá fleiri en einni nefnd vegna sama verkefnis. Kynnið ykkur úthlutunar- og vinnureglur Menningarsjóðs hér.

Getum við bætt síðuna?