Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum í Loftslagssjóð

Auglýst eftir umsóknum í Loftslagssjóð

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum.

Boðið er upp á tvær styrktegundir og eru styrkirnir veittir til eins árs:

  • Styrkir til kynningar og fræðslu um loftslagsmál.
  • Styrkir til nýsköpunarverkefna, ætlaðir meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.

Áhersla er lögð á verkefni sem hafa það markmið að draga úr losun eða skilgreina betur hina ýmsu þætti losunar sem rekja má til mannlegra athafna.

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2020 kl. 16.00.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum mínar síður Rannís . Ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SÍÐU LOFTSLAGSSJÓÐS

Getum við bætt síðuna?