Fara í efni

Átt þú erindi á ráðstefnu?

Ráðstefnan er vettvangur fólks úr fræða- og háskólasamfélaginu, stjórnsýslunni, sveitarstjórnum, atv…
Ráðstefnan er vettvangur fólks úr fræða- og háskólasamfélaginu, stjórnsýslunni, sveitarstjórnum, atvinnulífi og annarra sem áhuga hafa á byggða- og samfélagsmálum.

Átt þú erindi á ráðstefnu?

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 4. nóvember 2025 í Skjólbrekku, Mývatnssveit.

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt tækifæri?
☑️ Takið daginn frá, sjáumst í Skjólbrekku! 

 ⏳ Skila þarf tillögum eigi síðar en 26. ágúst

Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á byggðamálum og efla umræðu. Tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um land allt.

Ráðstefnan er vettvangur fólks úr fræða- og háskólasamfélaginu, stjórnsýslunni, sveitarstjórnum, atvinnulífi og annarra sem áhuga hafa á byggða- og samfélagsmálum.

Að þessu sinni verður leitast við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á félagslegan fjölbreytileika samfélaga.

Kallað er eftir erindum frá fræða- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggða. Lögð er áhersla á að fyrirlesarar hafi rúman efnisramma og geti fjallað hvort heldur sem er um einstakan þátt eða fleiri eftir eðli máls. En ætlast er til að efnið tengist meginþræðinum þ.e. byggðamálum og félagslegum fjölbreytileika.

Tillaga að fyrirlestri með stuttri innihaldslýsingu, 250-300 orða útdrátt, sendist til Byggðastofnunar á netfangið hannadora@byggdastofnun.is eigi síðar en 26. ágúst 2025.

 Að ráðstefnunni standa auk Byggðastofnunar, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þingeyjarsveit

Getum við bætt síðuna?