Fara í efni

Ævintýralegir menningarsprotar á Norðurlandi eystra, ykkar er leitað!

Ævintýralegir menningarsprotar á Norðurlandi eystra, ykkar er leitað!

Northern Lights - Fantastic Film Festival er ný árleg kvikmyndahátíð og verður haldin á Akureyri í fyrsta sinn 26. til 29. október næst komandi. Um er að ræða kvikmyndahátí og stuttmyndakeppni þar sem þemað eru sögur og sýn sem standa utan ramma raunveruleikans. Álfar, tröll, draugar og aðrar furðuverur eru sérstalega boðnar velkomnar. Hátíðin sýnir um 48 stuttmyndir en auk kvikmyndasýninga verða haldnir viðburðir fyrir kvikmyndagerðarfólk með það markmið að hvetja höfunda kvikmyndaverka til að sækja innblástur í íslenskan þjóðsagnaarf. 

Meðfram kvikmyndasýningum verða í boði viðburðir fyrir unga sem aldna sem tengjast þema hátíðarinnar. Ævintýralegar myndlistasýningar, tónleikar, ljóðalestrar, vinnusmiðjur og jafnvel eitthvað sem á sér ekki raunverulegt nafn. Framleiðendur hátíðarinnar leita því eftir hugmyndaríkum samstarsaðilum sem langar að taka þátt og standa fyrir eða vinna með þeim að margvíslegum ævintýralegum viðburðum þessa frábæru helgi.

Sjá nánar á heimasíðu þeirra https://www.fantasticfilmfestival.is/

Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og hægt að lesa nánar um það og önnur spennandi verkefni í úthlutunarsamantekt Uppbyggingarsjóðs.

Getum við bætt síðuna?