Fara í efni

9 m.kr. til uppbyggingar á atvinnustarfsemi kvenna á Norðurlandi eystra

9 m.kr. til uppbyggingar á atvinnustarfsemi kvenna á Norðurlandi eystra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og fengu 42 verkefni styrki af þeim 179 umsóknum sem bárust.  Alls voru 40.000.000 kr. til úthlutunar að þessu sinni.  Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.

Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki vegna vinnu við gerð viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.

Norðurland eystra má aldeilis vel við una en 8 styrkir af 40 voru til verkefna á okkar svæði:

  • Bakkasystur í Langanesbyggð fengu 1,5 m.kr. fyrir verkefnið „Kvennaafl – markaðsþjónusta í brothættri byggð“
  • Elsa Guðrún Jónsdóttir í Fjallabyggð fékk 900.000 kr. fyrir hönnun á frumgerð fyrir „Fjarðargufuna“
  • Huld Hafliðadóttir í Norðurþingi fékk 600.000 kr. fyrir gerð viðskiptaáætlunar fyrir „Friðarhofið“
  • Kristín S. Gunnarsdóttir í Norðurþingi fékk 600.000 kr. fyrir gerð viðskiptaáætlunar fyrir „Garðull“
  • MýSilica ehf. í Skútustaðahreppi fékk 1.750.000 kr. fyrir þróun á formúlu húðvara
  • Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir í Langanesbyggð fékk 1.500.000 kr. fyrir markaðsetningu og vöruþróun „Akur Organic ehf“
  • Sigríður Jóhannesdóttir í Langanesbyggð fékk 637.500 kr. fyrir vöruþróun fyrir „Handverk og hnossgæti úr heimahögum“
  • Ylur ræktun í Norðurþingi fékk 1.600.000 kr. upp í þróunarkostnað fyrir „Hátæknigróðurhús á Norðurlandi“

Lista yfir öll verkefnin sem hlutu styrk má finna hér.

SSNE óskar öllum styrkþegum til hamingju með árangurinn, við hlökkum til að fylgjast með þessum spennandi verkefnum.

Getum við bætt síðuna?