Fara í efni

Þrjú verkefni á Norðurlandi eystra hljóta styrki úr C.1. sjóði stefnumótandi byggðaráætlunar

Þrjú verkefni á Norðurlandi eystra hljóta styrki úr C.1. sjóði stefnumótandi byggðaráætlunar

Veittir hafa verið styrkir úr stefnumótandi byggðaáætlun til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða (liður C.1. á byggðaáætlun). Alls bárust 28 umsóknir og sótt var um samtals kr. 777.370.250,- fyrir árin 2020-2023. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar en til úthlutunar að þessu sinni voru 109 mkr.

SSNE vann umsóknir fyrir hönd 8 verkefna og alls hlutu þrjú þeirra styrk fyrir alls 56 mkr.:

  • Hraðið, uppbygging frumkvöðlaseturs á Húsavík, 19.000.000.- kr.
  • Friðlandsstofa – anddyri friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, 35.000.000.- kr. til þriggja ára.
  • Gróðurhús í Öxarfirði, 2.000.000.- kr.

Önnur verkefni sem hljóta styrk eru:

  • Nýsköpunarnet Vesturlands. Umsækjandi SSV. Umsóknin fékk 255,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 19.000.000,- sem skiptist þannig: 11.000.000,- á árinu 2021 og 8.000.000,- 2022.
  • Vínlandssetur í Dalabyggð. Umsækjandi SSV. Umsóknin fékk 235,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 5.300.000,- á árinu 2020.
  • Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Umsækjandi SSNV. Umsóknin fékk 230,9 stig og hlýtur styrk að upphæð um kr. 7.200.000,- á árinu 2021.
  • Austurland – áfangastaður starfa án staðsetningar. Umsækjandi SSA. Umsóknin fékk 230,8 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 8.000.000,- á árinu 2021.
  • Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum. Umsækjandi SSS. Umsóknin fékk 219,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 8.000.000,- á árinu 2021.
  • Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn. Umsækjandi SSNV. Umsóknin fékk 208,3 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 6.000.000,- á árinu 2021.

Nánari upplýsingar um áherslur stjórnvalda vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að finna í C.1. lið aðgerðaráætlunar byggðaáætlunar 2018-2024.

 

Getum við bætt síðuna?