Fara í efni

Styrkur til verkefnis á Bakkafirði úr Barnamenningarsjóði Íslands

Styrkur til verkefnis á Bakkafirði úr Barnamenningarsjóði Íslands

Barnamenningarsjóður Íslands hefur úthlutað styrkjum að upphæð 102,4 milljónum króna til 41 verkefna fyrir árið 2024. Styrkjunum er ætlað að efla verkefni á sviði fjölbreyttra lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og með virkri þátttöku barna. Horft er til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.


Verkefnið, Tungubrestur og listsköpun, fékk styrk úr sjóðnum upp á 1.435.000 kr., en verkefnið gengur út á listasmiðju á Bakkafirði fyrir nemendur úr 8., 9. og 10. bekk grunnskóla Langanesbyggðar. Ungmennin fá tækifæri til að kynna sér þjóðsögur sem tengjast Bakkafirði og svæðinu í kring, fjölbreyttum listformum og búa til listaverk úr efnivið sagnanna í samstarfi við listafólk. Hér munu ritlist, sviðslistir, sagnahefð og skúlptúragerð sameinast í einn ham.

Getum við bætt síðuna?