Fara í efni

123 umsókn barst í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

123 umsókn barst í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 18. október, en alls bárust 123 umsóknir, þar af voru 70 menningarverkefni, 43 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn og rekstrarstyrkir menningarstofnana. Er það töluverð fækkun frá fyrra ári þegar 173 umsóknir bárust. Sótt var um fyrir um það bil 205 milljónum en ráðgert er að úthluta 73 milljónum að þessu sinni. 

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.

Úthlutunarnefnd mun nú fara yfir umsóknir og leggja mat á þau verkefni sem bárstu. Þá er gert ráð fyrir því að haldin verði rafræn úthlutunarhátíð þann 13. desember n.k.

Getum við bætt síðuna?