Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 38. fundur - 8. júní 2022

08.06.2022

Fundur haldinn miðvikudaginn 8. júní í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 14:32

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Helga Helgadóttir, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1. Ráðning framkvæmdastjóra SSNE

Stjórn ræddi ráðningu nýs framkvæmdastjóra, fór yfir lista yfir umsækjendur og forsendur framkomnar í gögnum og ráðningarviðtölum. Stjórn bókaði eftirfarandi:

Stjórn samþykkti milli funda að skipta um umsjónarmenn ráðningaferils framkvæmdastjóra f.h. stjórnar að beiðni Hildu Jönu Gísladóttur og Sigurðar Þórs Guðmundssonar. Með umsjón ráðningaferilsins f.h stjórnar fóru því Eva Hrund Einarsdóttir og Helga Helgadóttir, með ráðleggingum og umsýslu ráðningafyrirtækisins Mögnum. 24 sóttu um starfið, 5 drógu umsókn sína til baka. Stjórn samþykkti samhljóða að bjóða Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur starfið sem metin var hæftust úr hópi vel hæfra umsækjenda. Stjórn felur formanni að gera ráðningasamning við viðkomandi, sambærilegum þeim samningi og er í gildi við núverandi framkvæmdastjóra.

2. Stefnumótandi byggðaáætlun 2022-2036 og fjármögnun

Stjórn ræddi fjármagn til byggðaáætlunar í tillögu til þingsályktunar.

Fylgiskjal: 1849/151 stjórnartillaga: stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is). Að gefnu tilefni bókaði stjórn eftirfarandi:

Stjórn SSNE furðar sig á því að á sama tíma og landshlutasamtökum er falin aukin ábyrgð og skyldur í stefnumótandi byggðaáætlun lækki framlög ríkisvaldsins verulega til landshlutasamtaka sem og til sóknaráætlana, sem er eitt mikilvægasta verkefni samtakanna. Slíkt hlýtur að teljast í hrópandi ósamræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur með skýrum hætti að unnið verði að eflingu sóknaráætlana og landshlutasamtaka. Óskar stjórn SSNE eftir útskýringum á þessu ósamræmi.

3. Staða verkefna

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu helstu verkefna og næstu skref.

4. Efni til kynningar.

a) Fundargerð stjórnar MN 4. maí

b) Fundargerð 80. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins

c) Skipun í Loftlagsráð

d) Leigusamningur SSNE og ÞÞ um Hafnarstétt 3 á Húsavík

e) Fundargerð 77. fundar SSNV

f) Fréttabréf stafrænna sveitarfélaga

 

5. Frá nefndasviði og samráðsgátt

a) 1849/151 stjórnartillaga: stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is)

6. Önnur mál

38. fundur stjórnar SSNE var síðasti fundur núverandi stjórnar. Formaður og aðrir stjórnarmenn þökkuðu fyrir gott og árangursríkt samstarf. Stjórn þakkaði starfsfólki SSNE sérstaklega fyrir framlag þeirra til uppbyggingar samtakanna og mjög árangursríkt starf.

Getum við bætt síðuna?