Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 37. fundur - 27. apríl 2022

27.04.2022

Fundur haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 14:30.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Aldey Unnar Traustadóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Helga Helgadóttir og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð en hann vék af fundi kl 14:15.

Fjarverandi: Jón Stefánsson.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1. Ráðning nýs framkvæmdastjóra SSNE

Núverandi framkvæmdastjóri hefur sagt starfi sínu lausu þar sem hann hefur verið ráðinn í starf forstjóra Norðurorku. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Stjórn ræddi og ákvað efni auglýsingar fyrir starfið, tímaramma ráðningarferlisins og hvaða ráðningarfyrirtæki annast ferlið.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að upplýsa sveitarstjóra sveitarfélaga á starfssvæði SSNE um fyrirkomulag, tímalínu og auglýsingu vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra félagsins sem og aðra upplýsingagjöf vegna ráðningaferilsins. Hildu Jönu Gísladóttur og Sigurði Þór Guðmundssyni er falið að hafa umsjón með ráðningaferlinu f.h. stjórnar og þeim jafnframt falið að upplýsa stjórn um framvindu ferlisins á öllum stigum. Stjórn samþykkir að fyrirtækið Mögnum sjái um ráðningarferlið fyrir hönd SSNE.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum.

Getum við bætt síðuna?