Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 33. fundur - 12. janúar 2022

12.01.2022

Fundur haldinn miðvikudaginn 12. janúar 2022 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl 15:10

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Aldey Unnar Traustadóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Helga Helgadóttir, fór af fundi kl 14:05 og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fundi og gengið var til dagskrár.

1. Tillögur úthlutunarnefndar uppbyggingarsjóðs

Formaður úthlutunarnefndar uppbyggingarsjóðs, Katrín Sigurjónsdóttir, greindi frá vinnu úthlutunarnefndar og í framhaldi af því kynnti Rebekka Kristín Garðarsdóttir verkefnastjóri SSNE niðurstöðu nefndarinnar um úthlutun 2022. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Ari Páll Pálsson og Hildur Halldórsdóttir verkefnastjórar SSNE og voru til svara.

Alls bárust 158 umsóknir um styrki og heildarupphæð styrkja sem óskað var eftir var rúmlega 341,3 milljónir.

Stjórn SSNE þakkar úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs og starfsfólki SSNE fyrir góða og vandaða vinnu. Stjórn samþykkir tillögu úthlutunarnefndar um úthlutun 2022 með þeirri breytingu að menningarverkefnið „Fiðringur á Norðurlandi“ fellur út af lista uppbyggingarsjóðs og verður að fullu fjármagnaður sem áhersluverkefni. Úthlutað verður 75 milljónum króna í uppbyggingarsjóð.

2. Þekkingarvörður - forkaupsréttur hlutafjár

Tekið fyrir erindi Þekkingarvarðar um forkaupsrétt og afstöðu SSNE. Einnig var lagt fram boð frá Þekkingarverði um kaup á auknum hlut í félaginu.

SSNE fellur frá forkaupsrétti á hlut Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í Þekkingarverði ehf. Jafnframt hyggst stjórn SSNE ekki auka frekar hlut sinn í félaginu á þessum tímapunkti.

3. Greið leið, endurfjármögnun Vaðlaheiðarganga

Framkvæmdastjóri greindi frá umræðum um endurfjármögnun Vaðlaheiðargangna og fundum sem haldnir voru í lok síðasta árs.

4. Þing SSNE 2022

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu um dagsetningar þinga SSNE á árinu sem verða þannig:

Ársþing 8. og 9. apríl í Eyjafjarðarsveit, fyrra aukaþing 30. sept (staðarfundur) og seinna aukaþing 9. desember (fjarfundur)

5. Húsnæði SSNE á Húsavík

Framkvæmdastjóri rakti málið og lagði fram drög að leigusamningi.

„Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga á grundvelli framlagðra samningsdraga.“

6. Áhersluverkefni SSNE - staða mála og næstu skref

Farið var yfir framkomnar hugmyndir um áhersluverkefni 2022. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdastjóra falið að boða tvo fundi stjórnar til að vinna úr hugmyndunum og ákveða áhersluverkefni 2022.

7. Efni til kynningar.

a) Starfsáætlun SSNE 2022 til Byggðastofnunar

b) Fundargerð 576. stjórnarfundar SASS

c) Fundargerð 904. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

8. Önnur mál

Rætt var um mikilvægi þess að SSNE komi sér upp góðri málaskrá til þess m.a. að halda utan um fundargerðir og fundargögn. Viðfangsefnið verður unnið áfram á árinu og lausn fundin.

Einnig var lögð áhersla á að gögn fyrir stjórnarfundi séu aðgengileg tveimur dögum fyrir stjórnarfundi.

Getum við bætt síðuna?