Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 18. fundur – 25. nóvember 2020

25.11.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:20.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Ingunn Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Samnor, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík og Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, sátu fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Samnor samstarfið.

Kynning framhaldsskólanna á Samnor verkefninu og umræður.

Stjórn SSNE lýsir yfir áhuga á samstarfi við Samnor, ekki síst vegna sóknaráætlunar landshlutans, og felur framkvæmdastjóra að skipuleggja næsta fund.

Stjórn SSNE mótmælir því harðlega að framhaldsskólar á Norðurlandi beri verulega skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021 sé miðað við aðra framhaldsskóla landsins og að þeir raði sér í neðstu sætin séu prósentuhækkanir milli ára skoðaðar. Framhaldsskólarnir gegna mikilvægu hlutverki í landshlutanum og skipta sköpum fyrir lífsgæði og menntun. Stjórn SSNE skorar á ríkisstjórn að standa ekki aðeins vörð um framhaldsskólana, heldur skapa þeim svigrúm til þess að sækja fram.

2.     Framtíð svæðisskipulags.

Svæðisskipulagsmál á starfssvæði SSNE rædd.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 og Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.

Stjórn SSNE telur mikilvægt að haldin verði sameiginleg ráðstefna kjörinna fulltrúa á Norðurlandi eystra um tækifæri og áskoranir við gerð svæðisskipulaga til framtíðar.

3.     Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Lagt fram til kynningar.

4.     Skipting framlaga í Uppbyggingarsjóð.

Stjórn SSNE hyggst verja 75 m.kr. til Uppbyggingarsjóð í verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, menningar- og umhverfismála.

5.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 563. fundar stjórnar SASS frá 28. október 2020.

b)     Fundargerð 564. fundar stjórnar SASS frá 6. nóvember 2020.

c)     Fundargerð 10. fundar byggðamálaráðs frá 5. nóvember 2020.

d)     Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu – kynningarbréf frá 13. nóvember 2020.

e)     Fundargerð 65. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

6.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um aukna skógrækt til kolefnisbindingar, 139. mál.   
https://www.althingi.is/altext/151/s/0140.html

b)     Til umsagnar, frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265 mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0294.html

c)     Til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0307.html

d)     Til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0308.html

e)     Til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0043.html

 

Getum við bætt síðuna?