Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 14. fundur – 30. september 2020

30.09.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 30. september 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Axel Grettisson boðaði forföll.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Endurskoðaðar verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs.

Formaður úthlutunarnefndar leggur fyrir stjórn endurskoðaðar verklagsreglur vegna úthlutunar styrkja úr Uppbyggingarsjóði sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.

Stjórn samþykkir endurskoðaðar verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

2.     90 daga áætlun og minnisblað um stöðu verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir 90 daga aðgerðaráætlun félagsins og leggur fram minnisblað um stöðu verkefna.

Lagt fram til kynningar.

3.     Fundargerð Markaðsstofu Norðurlands.

Fulltrúi SSNE í stjórn MN fer yfir fundargerð MN.

4.     Fulltrúi SSNE í stjórn Menningarfélagsins Hofs.

Líklegt er að aðalfundur verði haldinn 22. október næstkomandi. Elva Gunnlaugsdóttir hefur setið í stjórn Menningarfélagsins Hofs fyrir hönd AFE.

Stjórn samþykkir að Elva Gunnlaugsdóttir verði fulltrúi SSNE í stjórn Menningarfélagsins Hofs.

6.     Ársþing SSNE í skugga Covid-19.

Framkvæmdastjóri ræðir fundi sem SSNE hefur haldið með sveitarstjórnum á svæðinu um sóknaráætlun o.fl.

Stjórn ákveður að ársþing SSNE verði haldið rafrænt í ljósi Covid-19 og felur framkvæmdastjóra að skipuleggja fundinn í samræmi við það og upplýsa fundargesti um breytt fyrirkomulag.

7.     Yfirferð á fundum með sveitarstjórnum.

Framkvæmdastjóri ræðir fundi sem SSNE hefur haldið með sveitarstjórnum á svæðinu um Sóknaráætlun o.fl.

Stjórn telur mikilvægt að viðhalda góðum og reglulegum tengslum milli starfsmanna SSNE og kjörinna fulltrúa á starfssvæðinu.

8.     Skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE að skipa verkefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Þess er óskað að SSNE tilnefni tvo fulltrúa í verkefnahópinn.

Stjórn tilnefnir Kristján Þór Magnússon og Elías Pétursson sem fulltrúa SSNE í verkefnahópinn.

9.     Efni til kynningar.

a)     Frá Markaðsstofu Norðurlands – vegna sóknaráætlunar.

b)     Könnun MN vegna Covid 19.

c)     Umsögn um skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka.

d)     Fundargerð 58. fundar stjórnar SSNV frá 1. september 2020.

e)     Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands frá 25. september 2020.

10.   Frá nefndasviði eða samráðsgátt.

a)     Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

Stjórn SSNE telur óskýrt með hvaða hætti eigi að sinna nýsköpun á landsbyggðunum eftir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður.

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?