Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 12. fundur - 2.september 2020

02.09.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 2. september 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:07.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Hulda Sif Hermannsdóttir, formaður fagráðs menningar, Eiríkur H. Hauksson, formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, Vigdís Rún Jónsdóttir og Ari Páll Pálsson sátu fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Fagráð SSNE.

Formenn fagráða, Eiríkur H. Hauksson og Hulda Sif Hermannsdóttir, ásamt Ara Páli Pálssyni og Vigdísi Rún Hauksdóttur ræða hlutverk fagráða, sbr. 16. gr. samþykkta SSNE.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við hagaðila um áhuga á þátttöku í uppbyggingu og starfi samtakanna.

2.     Fjármögnun Markaðsstofu Norðurlands.

Rætt um fjármögnun MN. Um næstu áramót rennur út þriggja ára fjármögnunarsamningur MN og Ferðamálastofu. Ekki er hafin vinna við nýjan samning en brýnt er að fjármögnun MN sé tryggð.

Stjórn SSNE lýsir yfir áhyggjum af stöðu fjármögnunar Markaðsstofunnar en núgildandi samningur milli hennar og Ferðamálastofu rennur út í árslok 2020. Undanfarin tvö ár hefur Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa unnið að undirbúningi og þróun að Áfangastaðastofum (DMO) á landsvísu, en gert hefur verið ráð fyrir að fjármögnun og hlutverk Markaðsstofa landshlutanna yrði sett inn í það form. Landshlutasamtökin á Norðurlandi eystra og vestra, ásamt Markaðsstofu Norðurlands hafa lagt fram tillögu inn í þessa vinnu að hlutverki og fjármögnun áfangastaðastofu á Norðurlandi.

Mjög mikilvægt er að ljúka samningsgerð sem fyrst til að tryggja samfellu í mikilvægu starfi við markaðssetningu og uppbyggingu ferðaþjónustu sem unnið er hjá Markaðsstofu Norðurlands fyrir landshlutann allan.

3.     Verklagsreglur stjórnar.

Stjórn vinnur áfram drög að verklagsreglum sem eru í vinnslu.

Stjórn samþykkir verklagsreglur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

4.     Starfsáætlun SSNE 2020.

Framkvæmdastjóri kynnir starfsáætlun SSNE fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

5.     Aðgerðaráætlun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

Samstarf starfsfólks SSNE með kjörnum fulltrúum sveitarfélaga varðandi þarfir og áherslur.

6.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 57. fundar stjórnar SSNV frá 3. júlí 2020.

b)     Greinargerð 2020 til Jöfnunarsjóðs.

c)     Staða helstu framkvæmda í dreifikerfa RARIK á Norðurlandi eystra í lok ágúst 2020.

d)     Fundargerð 62. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

 

Getum við bætt síðuna?