Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 1. fundur – 3. desember 2019

03.12.2019

Fundur haldinn þriðjudaginn 3. desember í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl. 15:00. Fundi slitið kl. 16:05.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Axel Grettisson, Helga Helgadóttir, Helgi Héðinsson og Sigurður Þór Guðmundsson. Gestur fundarins var Þóra Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.     Ráðning framkvæmdastjóra.

Stjórn samþykkir að fela Capacent að sjá um ráðningaferli á framkvæmdastjóra nýs félags.  Samþykkt að auglýsing verði birt 15.desember og umsóknarfrestur verði til 13. janúar. Stjórn hefur það takmarkaða umboð til áramóta að ráða framkvæmdastjóra og mun hafa aðgang að gögnum ferilsins og taka lokaákvörðun. Fulltrúar stjórnar í ráðningarferlinu verða Hilda Jana Gísladóttir, Helgi Héðinsson og Eva Hrund Einarsdóttir.

 

Getum við bætt síðuna?