Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 5. fundur – 12. febrúar 2020

17.02.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 12. febrúar 2020 í Þelamerkurskóla og hófst fundurinn kl: 14:20. Fundi slitið kl. 18:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Helga Helgadóttir sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og vék af fundi kl. 16:10, Kristján Þór Magnússon, Helgi Héðinsson, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.     Dómsátt.

Formaður fer yfir dómsátt í máli fyrrum framkvæmdastjóra gegn Eyþingi.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir viðbótarframlagi frá sveitarfélögunum vegna dómsáttar.

2.     Tillaga að breytingu á verklagsreglum Uppbyggingarsjóðs.                                     

Framkvæmdastjórateymi fer yfir tillögu að breytingu á verklagsreglum Uppbyggingarsjóðs.

Stjórn samþykkir tillögu að breytingu á verklagsreglum Uppbyggingarsjóðs.

3.     Sameiningarmál.

Framkvæmdastjóri fer yfir framvindu helstu verkefna en þau eru: ráðningarsamningar við starfsfólk, fyrirhuguð stefnumótun, samhæfing og samræming bókhalds og fjarskipta, ný heimasíða og netföng, nýtt vörumerki, útfærsla á starfsstöðvum o.s.frv.

4.     Fulltrúi í skólanefnd VMA.

Formaður leggur til að Hrafnhildur Karlsdóttir verði áfram fulltrúi í skólanefnd VMA út tímabilið (2017-2021).

Stjórn samþykkir tillögu formanns.

5.     Ósk frá Akureyrarbæ vegna vaxtarsvæðisverkefnis.

Formaður fer yfir bréf frá Akureyrarbæ frá 10. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við SSNE vegna verkefnis í stefnumótandi byggðaáætlun (C.16. vaxtarsvæði).

Stjórn samþykkir að vera þátttakandi í verkefninu.

 6.     Áhersluverkefni fyrir árið 2020. 

Framkvæmdastjóri fer yfir tillögur að áhersluverkefnum sem hafa borist.

Stjórn mun funda áfram um áhersluverkefni föstudaginn 21. febrúar.

7.     Efni til kynningar.

a)      Þjónustusamningur við AÞ og AFE

b)      Grænbók um fjárveitingar til háskóla – sjá samráðsgátt.

c)      Framlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði fyrir árið 2020.

d)      Boðun á XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. mars 2020.

e)      Starfsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2020.

f)       Ársskýrsla Brothættra byggða vegna 2018.

g)      Ungmennaráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2020 haldið 1.-.3 apríl 2020 á Laugarvatni.

h)      Umhverfisráðstefna Gallup haldin 19. febrúar 2020 í Hörpu.

i)       Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2020.

j)       Fundargerð 51. fundar stjórnar SSNV frá 17. janúar 2020.

k)      Fundargerð 52. fundar stjórnar SSNV frá 4. febrúar 2020.

l)       552. fundur stjórnar SASS frá 13. desember 2019.

m)    553. fundur stjórnar SASS frá 17. janúar 2020.

n)      Fundur stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 22. janúar 2020.

o)      67. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 23. janúar 2020.

p)      68. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 8. febrúar 2020.

8.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.
          https://www.althingi.is/altext/150/s/0064.html

b)      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 67. mál.
          https://www.althingi.is/altext/150/s/0067.html

c)      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 130. mál.
          https://www.althingi.is/altext/150/s/0130.html

 

Getum við bætt síðuna?