Fundargerð 79. fundar stjórnar SSNE - 8. janúar 2026
08.01.2026
Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Mirjam Blekkenhorst, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, varaformaður stjórnar setti fundinn í fjarveru formanns í upphafi fundar.
- Eimur – staða verkefna
Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims mætti til fundarins og ræddi stöðu verkefna Eims og hvað framundan er.
Stjórn þakkar Ottó fyrir komuna á fundinn og góða kynninguna.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir mættu til fundarins kl. 13:40.
Lára Halldóra Eiríksdóttir mætti til fundarins kl. 13:53. Lára Halldóra tók við stjórn fundarins fyrir fundarlið 2. - Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra
Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri mætti til fundarins og fór yfir fyrirliggjandi tillögur að áhersluverkefnum. Einnig var rætt um áherslur stjórnar á þessu ári og hugmyndir að áhersluverkefnum.
Stjórnar þakkar Elvu fyrir kynninguna og samþykkir eftirfarandi áhersluverkefni:
Fiðringur - 8.350.000 kr. (staðfest).
Upptakturinn – 7.633.891 kr. (staðfest).
Eimur – 10.000.000 kr. (staðfest).
Ungmennaþing SSNE – 1.700.000 kr.
Kveikjan – 8.000.000 kr.
Katrín Sif Ingvarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 14:30. - Loftslagsstefna Norðurlands eystra
Lögð fram drög að loftslagsstefnu Norðurlands eystra en starfshópur SSNE um sameiginlega loftslagsstefnu landshlutans hefur nú lokið störfum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verkefnastjóri mætti til fundarins og kynnti vinnuna og stefnuna.
Stjórn þakkar Sigurborgu fyrir kynninguna og felur framkvæmdastjóra að senda stefnuna til umfjöllunar og samþykktar í sveitarstjórnum innan SSNE. Stefnt er að því að stefnan verði staðfest á ársþingi SSNE sem haldið verður þann 26. mars næstkomandi.
Axel Grettisson yfirgaf fundinn kl. 15:15. - Ársþing SSNE 2026
Á 75. fundi stjórnar SSNE sem haldinn var 4. september 2025 var samþykkt að ársþing SSNE 2026 verði haldið 26. mars 2026 og verður það haldið á Dalvík. Þingið er haldið óvenju snemma vegna sveitarstjórnakosninga sem haldnar verða í maí.
Stjórn ræddi um dagskrá þingsins og fyrirkomulag. Stjórn felur framkvæmdastjóra að leggja fram drög að dagskrá þingsins á næsta fundi stjórnar og boða þingið formlega í framhaldi þess fundar. - Skipting framlaga til sóknaráætlanasvæða árið 2026
Lagður fram tölvupóstur frá Hólmfríði Sveinsdóttur, sérfræðingi í innviðaráðuneyti þar sem kynnt er skipting framlaga til sóknaráætlanasvæða árið 2026. Á árinu 2026 mun Sóknaráætlun Norðurlands eystra fá 133.780.163 kr., en það er lítilsháttar lækkun frá árinu 2025 m.a. vegna aukinnar íbúafjölgunar í landshlutanum.
Lagt fram til kynningar. - Skipting framlaga til atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni árið 2026
Lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Elínu Þórðardóttur forstöðumanni þróunarsviðs Byggðastofnunar dags. 16. desember 2025 þar sem kynnt er framlag til atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni árið 2026. Á árinu 2026 mun SSNE fá 37.449.515 kr. til atvinnuráðgjafar á starfssvæði sínu, er þar um að ræða lítilsháttar lækkun frá árinu 2025, m.a. vegna fólksfjölgunar og vegna þess að vöxtur atvinnutekna í landshlutanum hefur ekki hægt á sér jafn mikið og í flestum öðrum landshlutum.
Lagt fram til kynningar. - Mál til kynningar
- Fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
- Styrkir til að styðja við uppbyggingu vinnustaðaklasa utan höfuðborgarsvæðisins.
- HeimaHöfn – niðurstöður og handbók.
- Kynningarfundir stafræns teymis Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. janúar kl. 9-12.
- Aðlögunaráætlun að loftslagsbreytingum.
- Mál til umsagnar
- Heildarendurskoðun á fyrirkomulagi við fjárfestingar ríkisins (Samráðsgátt).
- Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (Samráðsgátt).
- Frumvarp til laga um stjórn vatnamála (Samráðsgátt).
- Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur) (Samráðsgátt).
- Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð (Samráðsgátt).
- Drög að frumvarpi til laga um lagareldi (Samráðsgátt).
- Jöfnun atkvæðavægis – áform um breytingu á kosningalögum nr. 112/2021 (Samráðsgátt).
- Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda inn umsögn á Samráðsgátt vegna g. liðar. Ákveðið að senda ekki inn umsagnir um önnur mál að svo stöddu.
- Önnur mál
-
- Næsti fundur stjórnar
Samþykkt var að fundur stjórnar þann 5. mars n.k. verði staðfundur, haldinn á Laugum í Þingeyjarsveit. - Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir það helsta úr starfi samtakanna frá síðasta fundi.
- Næsti fundur stjórnar
-
Fundi slitið kl. 15:56.