Fara í efni

Fundargerð 78. fundar stjórnar SSNE -

03.12.2025

Fundur haldinn miðvikudaginn 3. desember 2025 á Teams og hófst fundurinn kl. 13:30.

Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Mirjam Blekkenhorst, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

  1. Uppbyggingarsjóður – úthlutun 2026
    Lögð fram tillaga frá úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra að úthlutun styrkja fyrir árið 2026. Ari Páll Pálsson verkefnastjóri SSNE mætti til fundarins undir þessum lið. Alls bárust 126 umsóknir um styrki og heildarupphæð styrkja sem óskað var eftir var rúmlega 260 milljónir króna.
    Stjórn SSNE þakkar úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og starfsfólki SSNE fyrir góða og vandaða vinnu. Stjórn samþykkir tillögu úthlutunarnefndar um úthlutun 2026. Úthlutað verður 73.971.618 krónum úr Uppbyggingarsjóði. Stjórn vekur athygli á að rafræn úthlutunarhátíð verður haldin 11. desember næstkomandi kl. 15.00.

    Þröstur Friðfinnsson vék af fundinum undir afgreiðslu þessa erindis.

    Helena Eydís vék af fundinum kl. 13:45.

  2. Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra
    Elva Gunnlaugsdóttir fór yfir tillögur að fjórum áhersluverkefnum.
    Stjórn þakkar Elvu fyrir kynninguna og samþykkir eftirfarandi áhersluverkefni:
    Kornþurrkun við Húsavík (Gull úr grasi) – 5.000.000,- kr.
    Saman gegn sóun á Norðurlandi eystra – 2.000.000,- kr.
    H
    ér er gott að búa – 8.000.000,- kr.
    Efnahagsleg umsvif Norðurlands eystra – 2.558.385,- kr.
    Jóna Björg Hlöðversdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa erindis.

    Helena Eydís mætti aftur til fundarins kl. 13:58.

  3. Erindi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vegna Bjarmahlíðar
    Lagt fram erindi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vegna Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar frá 20. nóvember síðastliðnum um að stjórn SSNE taki til umræðu framtíðarfyrirkomulag stuðnings við Bjarmahlíð í landshlutanum. Málið var m.a. rætt með hliðsjón af hlutverki SSNE sem samstarfsvettvangs sveitarfélaga.
    Stjórn SSNE þakkar fyrir erindið og felur framkvæmdastjóra að taka það upp á fundi með sveitarstjórum sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra til að skoða vilja sveitarfélaganna til að gera langtímasamninga við félagasamtök sem veita nauðsynlega þjónustu við íbúa landshlutans.

  4. Erindi frá sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar vegna stöðu Kristnesspítala
    Lagt fram erindi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vegna stöðu Kristnesspítala frá 20. nóvember síðastliðnum og þau neikvæðu áhrif sem breytingarnar kunna að hafa á aðgengi íbúa á Norðurlandi til endurhæfingarþjónustu. Fleiri sveitarstjórnir á svæðinu hafa tekið undir erindi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar á síðustu dögum.
    Stjórn SSNE tekur undir áhyggjur Eyjafjarðarsveitar af því að niðurskurður á sólarhringsþjónustu og lokun endurhæfingarúrræða um helgar á Kristnesspítala geti skert raunverulegt aðgengi margra skjólstæðinga að nauðsynlegri þjónustu.

    Stjórn SSNE lýsir jafnframt yfir áhyggjum af þeirri heildarmynd sem blasir við í heilbrigðisþjónustu á svæðinu; mönnunarvandi, takmarkað pláss á stofnunum og brothættur rekstrargrundvöllur lykilúrræða eins og Kristnesspítala skapa óásættanlega óvissu fyrir íbúa svæðisins.

    Stjórnin telur brýnt að heilbrigðisyfirvöld bregðist skjótt við og tryggi að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landinu öllu verði ekki skert heldur styrkt, og að sérstaklega verði hugað að stöðu og framtíð endurhæfingarþjónustu á Norðurlandi. Stjórn SSNE hvetur heilbrigðisráðherra til að grípa til viðeigandi aðgerða án tafar, í samráði við viðkomandi stofnanir og sveitarfélög á svæðinu, með það að markmiði að tryggja öryggi, heilsu og lífsgæði íbúa og styðja við sjálfbæra nýtingu heilbrigðiskerfisins.

    Þórunn Sif Harðardóttir yfirgaf fundinn kl. 14:36.
    Jóna Björg Hlöðversdóttir yfirgaf fundinn kl. 14:39.
  5. Háskólinn á Akureyri – hvað næst?
    Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri mætti til fundarins og ræddi stöðu Háskólans á Akureyri og þróun hans til framtíðar.
    Stjórn SSNE þakkar fyrir kynninguna. Stjórn SSNE leggur áherslu á að Háskólinn á Akureyri sé nú sem áður sjálfstæður háskóli með sterka stöðu á landsvísu. Mikilvægt er að tryggja að skólinn hafi fjármögnun sem endurspeglar raunverulegar þarfir hans, þannig að hann geti mætt vaxandi þörfum nemenda, aukið framboð náms í takt við þarfir atvinnulífs og samfélags. Stjórn SSNE hvetur stjórnvöld til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri og fjárfesta í þróun hans til framtíðar.

    Axel Grettisson yfirgaf fundinn kl. 15:11.

  6. Skipan í samráðsvettvang um borgarstefnu
    Lagt fram erindi frá innviðaráðuneyti þar sem óskað er eftir því að SSNE tilnefni einn fulltrúa í framkvæmdahóp samráðsvettvangs um Borgarstefnu.
    Stjórn SSNE samþykkir að skipa Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE í framkvæmdahóp samráðsvettvangs um Borgarstefnu fyrir hönd SSNE.

  7. Mál til kynningar
    a. Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    b. Fundargerð 244. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
  8. Mál til umsagnar
    1. Atvinnustefna Íslands.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda stjórn til samþykktar í tölvupósti.
    2. Dómstólar (sameining héraðsdómstólanna), 39. mál.
    3. Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 237. mál.
    4. Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda, 175. mál.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við önnur landshlutasamtök um sameiginlega umsögn um málið.
    5. Breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála, 265. mál.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda stjórn til samþykktar í tölvupósti.
    6. Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu o.fl. (sameining stofnana) á Samráðsgátt stjórnvalda.
      Stjórn staðfestir umsögn sem áður var samþykkt í tölvupósti og skilað inn á Samráðsgátt stjórnvalda 1. desember síðastliðinn.
  9. Önnur mál
    1. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
      Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar SSH til Alþingis vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
    2. Orkuöflun í Þingeyjarsýslum
      Lögð fram bókun Byggðaráðs Norðurþings frá 27. nóvember þar sem boðaðri uppbyggingu raforkumannvirkja á Bakka og Langanesi er fagnað. Þá er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hvattur til að stuðla áfram að uppbyggingu mögulegra orkuverkefna í Þingeyjarsýslum.
      Stjórn SSNE tekur undir bókun Byggðaráðs Norðurþings og hvetur umhverfis-, orku- og loftslagráðherra til áframhaldandi uppbyggingar orkukosta á Norðurlandi eystra.
    3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
      Framkvæmdastjóri fór yfir það helsta sem hefur verið í starfsemi SSNE frá síðasta stjórnarfundi.

Fundi slitið kl. 16:27.

Getum við bætt síðuna?