Fara í efni

Fundargerð 76. fundar stjórnar SSNE - 25. september 2025

25.09.2025

76. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga
og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Fundur haldinn fimmtudaginn 25. september 2025 á Teams og hófst fundurinn kl. 13:30.

Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Mirjam Blekkenhorst, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir boðaði forföll og varafulltrúi hennar einnig.

  1. Framvinda fjárhagsáætlunar og fjárhagsáætlun 2026
    Lögð fram tillaga vegna fjárhagsáætlunar 2026 og farið yfir framvindu fjárhagsáætlunar árið 2025. Framvinda fjárhagsáætlunar árið 2025 er í takti við áætlun. Hvað varðar fjárhagsáætlun ársins 2026 er lagt til að framlög SSNE og Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2026 verði óbreytt frá árinu 2025. Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri SSNE mætti til fundarins undir þessum lið.
    Undanfarin ár hafa framlög sveitarfélaga innan SSNE til reksturs og Sóknaráætlunar verið hækkuð í samræmi við breytingu neysluvísitölu.
    Í ljósi aðhaldskröfu í rekstri sveitarfélaganna á næstu árum leggur stjórn SSNE til við haustþing SSNE að framlög til SSNE og Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2026 verði óbreytt frá árinu 2025.Við þessa breytingu verða framlög sveitarfélaganna til SSNE og Sóknaráætlunar rúmlega 6,6 milljónum króna lægri á árinu 2026 og fram til ársins 2029 yrði lækkun framlaga samtals tæplega 29 milljónir króna.
    SSNE mun mæta þessari lækkun með aðhaldi í kostnaði og með því að ganga á eigið fé.

  2. Haustþing SSNE 2025
    Framkvæmdastjóri kynnti drög að dagskrá haustþings SSNE 2025 og lagði til að þingið yrði rafrænt, eins og hefð er fyrir að haustþing SSNE séu.
    Stjórn SSNE samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur framkvæmdastjóra að senda boð á þingfulltrúa, sveitarfélaga og aðra gesti í samræmi við samþykktir samtakanna. Þingið verður haldið miðvikudaginn 29. október kl. 8:15-12:15.

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir vék af fundi kl. 13:51.
    Helena Eydís Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 13:58.

  3. Starfsáætlun SSNE 2026
    Framkvæmdastjóri kynnti drög að starfsáætlun SSNE 2026 og ræddi áherslur í starfsemi samtakanna á næsta ári.
    Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að vinna starfsáætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum og senda til stjórnar til lokasamþykktar í tölvupósti.

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir mætti aftur til fundar kl. 14:05.
    Helena Eydís Ingólfsdóttir mætti aftur til fundar kl. 14:15.
  4. Líforkuver ehf.
    Rætt um stöðu verkefnisins og undirbúning aðalfundar félagsins.
    Stjórn veitir framkvæmdastjóra umboð til að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins sem taka mið af núverandi starfsemi þess.

  5. Mál til kynningar
    1. Landsnet: Samantekt umsagna og svara.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda inn athugasemdir við svör Landsnets á raforkueftirlit Umhverfis- og orkustofnunar fyrir hönd stjórnar.
    2. Fundargerð 127. fundar stjórnar SSNV.
    3. Fundargerð 626. fundar stjórnar SASS.
    4. Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  6. Mál til umsagnar
    1. Borgarstefna fyrir árin 2025-2040.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum.
    2. Tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum.
    3. Fjárlög 2026.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum.
    4. Samráðsgátt: Fæðuöryggi á Íslandi.
    5. Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum.
    6. Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum. Umsögn SSNE á Samráðsgátt.
      Stjórn staðfestir umsögnina sem áður var samþykkt í tölvupósti.
  7. Önnur mál
    1. Kjördæmavika haust 2025.
      Framkvæmdastjóri greindi frá því að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra munu funda með þingmönnum kjördæmisins þriðjudaginn 30. september næstkomandi.
    2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
      Framkvæmdastjóri greindi frá því helsta úr starfsemi samtakanna frá síðasta stjórnarfundi.

Fundi slitið kl. 15:45.

Getum við bætt síðuna?