Fara í efni

Fundargerð 75. fundar stjórnar SSNE - 4. september 2025

04.09.2025

Fundur haldinn fimmtudaginn 4. september 2024 á Teams og hófst fundurinn kl. 13:30.

Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Mirjam Blekkenhorst, Gerður Sigtryggsdóttir í forföllum Ragnheiður Jónu Ingimarsdóttir, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

  1. Áætlun um stjórnarfundi 2025-2026
    Lögð fram áætlun um stjórnarfundi 2025-2026 og tillögur að tímasetningum haust- og ársþings SSNE.
    Stjórn samþykkir framlagða áætlun með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Stjórn samþykkir jafnframt að boða til haustþings SSNE í staðfundi miðvikudaginn 29. október næstkomandi. Samhliða þinginu verði haldið málþing um nýtingu fjarða og flóa í samhengi við fyrirhugaða strandsvæðaskipulagsvinnu í Eyjafirði og Skjálfanda. Ársþing SSNE verði haldið 26. mars 2026.

  2. Erindi frá SUNN vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Eyjafirði
    Lagður fram tölvupóstur frá Hörpu Barkardóttur, formanns stjórnar SUNN frá 14. ágúst s.l. þar sem SSNE er hvatt til að standa fyrir málþingi um sjókvíaeldi í Eyjafirði.
    Stjórn SSNE þakkar fyrir hvatninguna og felur framkvæmdastjóra að boða til málþings um nýtingu fjarða og flóa í samræmi við bókun við fyrsta lið dagskrár.

  3. Farsældarráð
    Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar mætti til fundarins undir þessum lið og kynnti stöðu verkefnisins. Jafnframt lögð fram drög að samstarfssamningi, skipuriti og starfsreglum farsældarráðs Norðurlands eystra.
    Stjórn SSNE þakkar fyrir kynninguna og felur framkvæmdastjóra að senda út drög að samningi og starfsreglum farsældarráðs Norðurlands eystra til umfjöllunar hjá sveitarstjórnum á Norðurlandi eystra. 
    Mirjam mætti til fundarins kl. 14:05.

  4. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
    Lögð fram til samþykktar tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, starfsreglum og úthlutunarreglum og matsblöð A og B. Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjóri mætti til fundarins undir þessum dagskrárlið.
    Stjórn SSNE samþykkir framlagðar tillögur.

  5. Erindi frá Aurora observatory
    Lagður fram tölvupóstur frá Reinhard Reynissyni dags. 13. ágúst s.l. þar sem óskað eftir að stjórn SSNE tilnefni einstakling til setu í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Aurora Observatory (AO) sem á á land og fasteignir á Kárhóli þar sem rekin er sameiginleg rannsóknarstöð kínverskra og íslenskra rannsóknar- og vísindastofnana.
    Stjórn SSNE samþykkir að tilnefna Arnór Benónýsson til setu í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Aurora Observatory (AO).

  6. Skipan í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum
    Lagt fram til staðfestingar erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að stjórn SSNE skipi fulltrúa í skólanefnd Framhaldsskólann á Laugum. Erindið var áður afgreitt í tölvupósti.
    Stjórn SSNE staðfestir eftirfarandi tillögu um skipan í Skólanefnd Framhaldsskólann á Laugum:
    Dagbjört Jónsdóttir
    Guðrún María Valgeirsdóttir
    Sigurður Narfi Rúnarsson
    Pétur Bergmann Árnason

  7. Líforkuver ehf.
    Rætt um málefni Líforkuvers ehf.. Lagt er til að aðalfundar félagsins verði haldinn 29. september næstkomandi.
    Stjórn samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að boða til aðalfundar félagsins.

  8. Mál til kynningar
    1. Skýrsla SSNE til Byggðastofnunar vegna starfsársins 2024
    2. Skipan skólanefndar VMA, tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneyti
    3. fundargerð stjórnar SASS
    4. Erindi frá Samgöngufélaginu vegna aðalskipulagsvinnu Húnabyggðar
  9. Mál til umsagnar
    1. Umsögn stjórnar SSNE vegna áforma um gerð atvinnustefnu á Samráðsgátt stjórnvalda
      Stjórn staðfestir umsögnina.
    2. Endurskoðun Byggðaáætlunar - opið samráð
  10. Önnur mál
    Skýrsla framkvæmdastjóra
    Framkvæmdastjóri fór yfir það helsta í starfsemi félagsins frá síðasta stjórnarfundi.

Fundi slitið kl. 15:04.

Getum við bætt síðuna?