Fara í efni

Fundargerð 73. fundar stjórnar SSNE - 7. maí 2025

07.05.2025

73. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga
og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Fundur haldinn á Teams miðvikudaginn 7. maí 2025 og hófst fundurinn kl. 13.

Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Hilda Jana Gísladóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Mirjam Blekkenhorst og Þórunn Sif Harðardóttir forfölluðust.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður færi með stjórn fundarins þar til hún gæti tekið við stjórninni seinna á fundinum.

Varaformaður tók við stjórn fundarins og byrjaði á að óska eftir leyfi stjórnar að bæta við erindi frá mennta- og barnamálaráðuneyti á dagskrá fundarins um skipan skólanefndar VMA. Var það samþykkt samhljóða.

  1. Tilnefning í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri
    Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneyti dagsett 7. maí 2025 varðandi skipan fulltrúa í skólanefnd VMA.
    Stjórn SSNE leggur til að eftirfarandi fulltrúar verði tilnefnd til skipunar í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri: Ólöf Inga Andrésdóttir og Hólmgeir Karlsson, Axel Grettisson og Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen.
    Stjórn SSNE þakkar fyrrum fulltrúum sínum í skólanefndinni fyrir þeirra störf.
  2. Staðfundur stjórnar í júní
    Fyrirhugað er að næsti staðfundur stjórnar SSNE verði í byrjun júní. Lagt er til að fundurinn verði haldinn í Eyjafjarðarsveit.
    Stjórn samþykkir að fundurinn verði haldinn 4. júní og að hann verði haldinn í Eyjafjarðarsveit.

  3. Skipan í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra
    Á ársþingi SSNE sem haldið var í apríl voru gerðar breytingar á samþykktum samtakanna. Í samræmi við þær breytingar þarf stjórn nú að sex fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs, og þrjá til vara. Í þeirri skipan þarf jafnframt að taka afstöðu til boðs Bandalags íslenskra listamanna um að þau skipi fulltrúa í úthlutunarnefndina sem áður var lagt var fram á 67. fundi stjórnar SSNE.
    Stjórn SSNE þakkar Bandalagi íslenskra listamanna fyrir gott boð varðandi skipan fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

    Stjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra árin 2025 og 2026.
    Hilda Jana Gísladóttir, formaður
    Arnar Þór Stefánsson
    Halldóra J. Friðbergsdóttir
    Arnór Benónýsson
    Thomas Helmig
    Linda Margrét Sigurðardóttir

    Til vara:
    Kristín Sóley Björnsdóttir
    Guðni Bragason
    Jóna Björg Hlöðversdóttir

    Lára Halldóra Eiríksdóttir tók við stjórn fundarins kl. 13:27.

  4. Tilnefning í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
    Lagt fram erindi frá stjórn Símeyjar um að tilnefna aðal- og varafulltrúa, karl og konu, til næstu tveggja ára í stjórn Símeyjar. Afgreiðslu var frestað á síðasta stjórnarfundi.
    Stjórn samþykkir að Þorgeir Rúnar Finnsson, Grýtubakkahreppi og Sigríður Bjarnadóttir, Eyjafjarðarsveit verði tilnefnd fyrir hönd SSNE í stjórn Símeyjar næstu tvö árin.

  5. Aðalfundur Þekkingarvarða
    Lagt fram boð á aðalfund Þekkingarvarða.
    Stjórn samþykkir að Elva Gunnlaugsdóttir verði áfram fulltrúi SSNE í stjórn Þekkingarvarða.

  6. Þinggerð Ársþings SSNE 2025
    Lögð fram til samþykktar þinggerð Ársþings SSNE 2025.
    Stjórn samþykkir þinggerðina og felur framkvæmdastjóra að senda hana út til aðildarsveitarfélaganna til kynningar.

  7. Málefni Flugþróunarsjóðs
    Rætt um málefni Flugþróunarsjóðs og stöðu hans. Lagt er til að stjórn SSNE álykti um stöðu Flugþróunarsjóðs:
    Stjórn SSNE skorar á stjórnvöld að tryggja fullnægjandi fjármögnun Flugþróunarsjóðs og að þróa reglur hans þannig að hann sé betur samkeppnishæfur til að sinna hlutverki sínu varðandi uppbyggingu flugs til lengri tíma. Reynslan nú af flugi EasyJet um Akureyrarflugvöll hefur verið ákaflega góð og hefur haft umtalsverð jákvæð samfélagsleg áhrif.
    Til að tryggja áframhaldandi eftirspurn og viðveru á markaði þarf að tryggja markaðs- og leiðaþróunarstuðning. Keflavíkurflugvöllur býður upp á hvatakerfi sem taka mið af lengri tíma og vaxtarmöguleikum. Brýnt er að Flugþróunarsjóði sé gert kleift að veita sambærilegan stuðning til lengri tíma og með meiri sveigjanleika en nú er.

  8. Mál til kynningar
    a. Fundargerð 241. fundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
    b. Fundargerð stjórnarfundar Markaðsstofu Norðurlands 24. janúar 2025.
    c. Fundargerð stjórnarfundar Markaðsstofu Norðurlands 17. mars 2025.
    d. Málþing um byggðafestu ungs fólks á Höfn í Hornafirði, 23.-24. september n.k.

  9. Mál til umsagnar
    a. Frumvarp tillaga um Jöfnunarsjóð, 270. mál.
    b. Fjármálaáætlun og fjármálastefna.

    Katrín Sif yfirgaf fundinn kl. 13:45.

  10. Önnur mál
    1. Munnleg skýrsla framkvæmdastjóra.

Fundi slitið kl. 14:25.

Getum við bætt síðuna?