Fara í efni

Fundargerð 72. fundar stjórnar SSNE - 7. maí 2025

07.05.2025

72. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga
og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Fundur haldinn á Teams mánudaginn 31. mars 2025 og hófst fundurinn kl. 14.

Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Hilda Jana Gísladóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson í forföllum Mirjam Blekkenhorst, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

  1. Ársþing SSNE 2025
    Farið yfir praktísk atriði varðandi dagskrá ársþings SSNE sem haldið verður 2.-3. apríl á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi. Dagskrá og gögn þingsins eru aðgengileg á heimasíðu SSNE.
    Stjórn samþykkir að leggja til að Enor verði áfram endurskoðandi SSNE. Stjórn samþykkir að fela Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur og Guðjóni M. Ólafssyni að vinna tillögu varðandi stjórnarlaun fyrir ársþingið.

  2. Fjárhagsáætlun SSNE 2025-2028
    Lögð fram uppfærð fjárhagsáætlun SSNE 2025-2028 en hún hafði áður verið staðfest í tölvupósti. Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri SSNE mætti til fundarins undir þessum lið og fór yfir helstu atriði í rekstri SSNE á næsti árum.
    Stjórn þakkar Rögnvaldi fyrir kynninguna.

  3. Áhersluverkefni Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025
    Lögð fram tillaga að einu nýju áhersluverkefni. Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri mætti til fundarins og kynnti tillöguna.
    Stjórn þakkar Elvu fyrir kynninguna og leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
    - Kveikjan - 8.000.000 kr.

  4. Tilnefning í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
    Lagt fram erindi frá stjórn Símeyjar um að tilnefna aðal- og varafulltrúa, karl og konu, til næstu tveggja ára í stjórn Símeyjar.
    Stjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við sveitarstjóra í Eyjafirði, utan Akureyrarbæjar, varðandi tilnefningar.

  5. Samgöngu- og innviðastefna SSNE – endurskoðunaráætlun
    Rætt um Samgöngu- og innviðastefnu SSNE en ákveða þarf hvernig eigi að standa að endurskoðun hennar til framtíðar.
    Stjórn felur framframkvæmdastjóra að vinna málið áfram og leggja fram nánari upplýsingar á næsta stjórnarfundi.

  6. Viðaukasamningur vegna EIMS
    Lögð fram drög að viðaukasamningi en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt um ákvörðun ráðherra að skipa ekki lengur fulltrúa ráðuneytisins í stjórn EIMS.
    Stjórn samþykkir framlögð drög fyrir sitt leiti og felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd SSNE.

  7. Mál til kynningar
    1. Boð á Ársþing SSNV, 9. apríl.
  8. Mál til umsagnar
    1. Tillaga til þingsályktunar um Borgarstefnu, mál 158.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að skila inn umsögn í samræmi við ályktun Ársþings SSNE 2025 þegar hún liggur fyrir.
    2. Frumvarp til laga um sýslumenn – framtíðarsýn, 609. mál.
    3. Frumvarp til laga um leikskóla (innritun í leikskóla, 169. mál.
    4. Tillaga til þingsályktunar um dreifingu starfa, 174. mál.
      Stjórn samþykkir framlagða umsögn og felur framkvæmdastjóra að senda hana inn fyrir hönd SSNE.
    5. Tillaga til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða, 57. mál.
    6. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar sjúklinga, 143. mál.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögnina áfram í samræmi við umræður á fundinum og senda hana inn fyrir hönd SSNE.
    7. Frumvarp til laga um sýslumann, 186. mál.
    8. Frumvarp til laga um náttúruvernd o.fl. (gjaldtaka o.fl. vegna Náttúruverndarstofnunar), 214. mál.
    9. Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (leiðrétting, framlenging gildistíma), 176. mál.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda í tölvupósti til samþykkar.
    10. Þingályktunartillaga um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt, 61. mál.
    11. Þingsályktun um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, 31. mál.
      Stjórn samþykkir framlagða umsögn og felur framkvæmdastjóra að senda hana inn fyrir hönd SSNE.
    12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (ETS- og ETS2-kerfið), 145. mál.
      Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda í tölvupósti til samþykkar.
    13. Þjóðferjuleiðir, 120. mál.
      Stjórn samþykkir framlagða umsögn og felur framkvæmdastjóra að senda hana inn fyrir hönd SSNE.
    14. Frumvarp til laga um búvörulög (framleiðendafélög), 107. mál.
    15. Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög, 147. mál.
      Stjórn samþykkir framlagða umsögn og felur framkvæmdastjóra að senda hana inn fyrir hönd SSNE.

      Þröstur og Helena Eydís yfirgáfu fundinn kl. 15:50.
  9. Önnur mál
    1. Munnleg skýrsla framkvæmdastjóra.
      Framkvæmdastjóri fór yfir það sem hefur verið efst á baugi í starfi samtakanna frá síðasta stjórnarfundi.

Fundi slitið kl. 16:01.

Getum við bætt síðuna?