Fara í efni
Uppbyggingarsjóður: Rafræn vinnustofa
Í tilefni þess að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra býður SSNE upp á rafræna vinnustofu fimmtudaginn 21. október kl. 17:00 þar sem farið verður helstu atriði í ferli umsókna og færi gefið á að spyrja spurninga sem brenna á þeim sem eru að móta sín verkefni og skrifa umsóknir. Vinnustofan stendur yfir í um eina klukkustund.


Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra veitir styrki í eftirfarandi þremur flokkum:

- Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
- Verkefnastyrkir á sviði menningar
- Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum.

Umsóknarfrestur í uppbyggingarsjóð er til kl. 13:00 miðvikudaginn 10. nóvember 2021.

SKRÁNING

Viðburður á Facebook

Síða Uppbyggingarsjóðs.

 

Uppbyggingarsjóður: Rafræn vinnustofa