Fara í efni

Uppbyggingarsjóður

Umsóknarfresti í Uppbyggingarsjóð vegna styrkveitinga ársins 2021 lauk miðvikudaginn 4. nóvember 2020. 

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.

Landshlutasamtökin SSNE annast umsýslu sjóðsins á Norðurlandi eystra. Auglýsa skal opinberlega, minnst einu sinni á ári, eftir umsóknum um styrki.

SSNE setja sér verklagsreglur vegna úthlutana úr sjóðnum þar sem meðal annars koma fram hvaða upplýsingar þurfa að liggja fyrir frá umsækjendum, hvað telst styrkhæfur kostnaður og hvaða viðmið gilda við mat verkefna. Jafnframt kemur þar fram fyrirkomulag við útborgun styrkja og uppgjör verkefna.

Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af uppbyggingarsjóði landshlutans.  

Hér má sjá  kynningarmyndband fyrir umóknarferlið vegna styrkja úr Uppbyggingarsjóði

Úthlutunarnefnd
Hlutverk úthlutunarnefndar er að velja þau verkefni sem styrkt verða, á grundvelli faglegs mats. Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða. Starfsmenn SSNE eða skyldra aðila geta ekki setið í úthlutunarnefnd.

Í úthlutunarnefnd sitja formenn fagráða SSNE auk þriggja annarra sem skipaðir eru af SSNE.