Ráðstefna: Norðanstormur
Norðanstormur er vettvangur þar sem hugmyndir, fjármagn og framtíðarsýn mætast. Á ráðstefnunni deila sjóðsstjórar og fjárfestar innsýn í helstu fjármögnunarleiðir fyrir frumkvöðla og vaxandi fyrirtæki. Eftir það stíga frumkvöðlar sjálfir á svið og segja frá sinni vegferð – áskorunum, tækifærum og þeim skrefum sem leiddu þá að fjármögnun.
Ráðstefnan fer fram í Hofi á Akureyri þann 26. febrúar kl. 9:30–12:00. Skráning fer fram á heimasíðu SSNE.