66 styrkir veittir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
Skrifað
10.12.2025
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
Farsæld barna
66 styrkir veittir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra hefur lokið störfum og eiga allir umsækjendur að hafa fengið svarbréf sent inn í umsóknargáttina.
Að þessu sinni voru veittir 66 styrkir í þremur flokkum:
35 menningar- og samfélagsverkefni
18 atvinnu- og nýsköpunarverkefni
13 stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
Alls var úthlutað 74 miljónum en sótt var um fyrir 290 milljónir, í 126 umsóknum og því ljóst að samkeppnin var töluverð.
Rafræn úthlutunarhátíð fer fram fimmtudaginn 11. desember kl. 15:00 og má finna hlekk á hátíðina hér.