Súpufundur atvinnulífsins á Akureyri
Skrifað
12.05.2025
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Súpufundur atvinnulífsins á Akureyri
Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir Súpufundi atvinnulífsins miðvikudaginn 14. maí kl. 11:30 á Múlabergi, Hótel KEA.
Á fundinum verður sjónum beint að hagsmunagæslu atvinnulífsins og mikilvægi hennar fyrir þróun og stöðu svæðisins.
Hvernig er hagsmuna okkar gætt – hverjir tala fyrir svæðið og með hvaða árangri?
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, taka þátt í umræðum.
Súpa og létt spjall í afslöppuðu andrúmslofti. Öll áhugasöm úr atvinnulífinu eru hvött til að mæta, hlusta og taka þátt í umræðum.
Skráning fer fram hér.