Fara í efni

Ungmennaþing SSNE

Markmiðið er að valdefla ungt fólk í landshlutanum, auka tenginu, skapa samheldni, efla tengslanet og samvinnu ungmenna í landshlutanum.

Ungmennaþing var haldið 2021 og 2022. Fyrst í Mývatnssveit og síðan á Dalvík. Öll sveitarfélögin á starfssvæði SSNE eru þátttakendur, gott samtal er nú innan starfsmanna sveitarfélaganna. Starfsmenn SSNE  sjá um praktísk atriði með aðstoð frá starfsfólki sveitarfélaganna, einlægur vilji að halda ungmennaþing árlega, virkja og styðja við ungmennaráð á svæðinu í heild.  

Tilgangurinn er að sækja í auknum mæli skoðanir og reynslu ungmenna þvert á sveitarfélög, stuðla að því að þau kynnist innbyrðis og að það verði eftirsóknarvert og áhugavert að kynnast stjórnsýslunni og verkefnum SSNE. Það er einnig mikilvægt að fá skilaboð frá ungmennum inn á samráðsvettvang sóknaráætlunar.

Staða verkefnis: Þema þingsins á Dalvík var- frumkvöðlahugsun - fullnýting auðlinda - og nýsköpun í lok þess þings var kallað eftir skoðunnum fyrir næsta þing í framhaldinu var ákeðið að vinna með Menningu á breiðum grundvelli fyrir þingið 2023 sem haldið verður á Raufarhöfn 11-12 október. 

Niðurstöðuskýslu Ungmennaþings 2022 má lesa hér.  

Upphæð 2023: 1.600.000 kr.
Upphæð 2022: 1.000.000 kr. 

Getum við bætt síðuna?