Fara í efni

Svæðisskipulag Norðurlands eystra - undirbúningur

Undirbúningur fyrir vinnu við svæðisskipulag Norðurlands (eystra) og svæðisáætlunar umhverfismála.

Áhugi er hjá sveitarfélögum að hefja samtal og undirbúning við svæðisskipulag Norðurlands eystra. Vinna þarf áætlun um gerð svæðisskipulags fyrir svæðið og vinna forvinnu sem felst í að safna saman efni og gögnum sem þegar eru til. Þá yrði jafnframt kannað hvort vilji sé hjá sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra hvort áhugi væri á að vinna sameiginlegt svæðisskipulag fyrir Norðurland í heild.

Samhliða yrði vinnan nýtt til að vinna stöðumat sem nýta mætti til að vinna heildstæða svæðisáætlun í umhverfismálum sem tæki til orkuskipta, landnýtingar, auðlinda (úrgangsmála) og aðlögunar vegna loftslagsbreytinga. Kostir og gallar þess að svæðisáætlunin yrði unnin sem hluti af svæðisskipulaginu.

Verkefnið er unnið af starfsfólki SSNE

Staða verkefnis: í undirbúningi

Upphæð: 4.000.000.- kr. 

Getum við bætt síðuna?