Fara í efni

Sjálfbær ferðaþjónusta

Markmið fyrsta áfanga verkefnisins var að kortleggja núverandi stöðu ferðaþjónustu á Norðurlandi þegar kemur að sjálfbærni og var það gert í samvinnu við svissnesku ferða- og ráðgjafastofuna Kontiki. Sú vinna skilaði m.a. fjórum forgangsatriðum sem hægt er að byggja aukna sjálfbærni ferðaþjónustunnar á og í næstu skrefum verður unnið með tvö þeirra; Aukinn hag heimamanna og auknar heilsárstekjur.

Nú er verið að vinna í skipulagningu viðburða sem stuðla að því að markmið tengd þessum forgangsatriðum náist.

Verkefnið er unnið af Jóhannesi Árnasyni  verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Norðurlands

Upphæð 2022: 1.170.000 kr. 
Upphæð 2023: 1.500.000 kr. 
Upphæð 2024: 1.500.000 kr. 

 

Getum við bætt síðuna?